þriðjudagur, febrúar 22

þokan i reykjavík

ég geng heim eftir dimmu götunum og það rétt glittir í ljósin fyrir ofan mig, léttur rigningarúði fellur í gegnum þokuna og ég sé skugga af íturvaxinni konu bregða fyrir...... í gamalli mynd með Sherlock Holmes á götum Lundúnarborgar? nei, bara í Reykjavík með Siggu og árið er 2005...eða reyndar tók ég quiz á netinu í dag sem segir að ég sé 24 ára gömula þannig að kannski er árið 2006... hvað um það, í kjölfar hitabylgjunnar miklu sem við höfum fengið að njóta (bout bloody time) þá hefur lagst þetta líka þykkar þokumystur yfir okkar ágætu höfuðborg kennda við það sem er verið að fara að banna með öllu, að reykja...ég hef svo sem ekki mikla skoðun á þessu reykingarmáli og banni á skemmtistöðum og veitingastöðum nema hvað að þetta virðist virka í LA þannig að afhverju ekki hér? reyndar myndast svona Night at Roxbury stemming þar sem að allir eru úti á svölunum að reykja eða á svona spes svæði fyrir utan klúbbinn og þar er alltaf mega stemming en hérna heima virkar það ekki alveg þar sem að hér myndi geirvörturnar manns frjósa af...(sumir karlmenn myndu kannski ekki kvarta yfir þessu en...). þessi reykingarbarátta er allavega ekki ein barátta sem ég mun heyja eða æsa mig yfir, mér er eiginlega alveg sama, svona í fyrsta sinn á ævinni.

þessi þoka sem hefur lagst yfir okkur hefur ekki skilið mig út undan og meira að segja náð að smegja sér alveg inn í innstu hugarheima..ég vil meina að þetta skrýtna sinnuleysis ástand sem hefur verið að hrjá mig síðastliðnar vikur hafi bara verið forspárgáfan mín að sjá komu fyrir þokunnar... da dara!

sem íslendingur, skilgreinir vinnan mín þá hver ég er?
er vinna dygð?
ég get aldrei almennilega ákveðið hvort að það sé aumingjaskapur að hætta að vinna og vera í skóla þar sem að fullt af fólki virðist geta það og er að gera það, er þetta ekki bara spurning um skipulagningu? ég er rosalega á báðum áttum með þetta mál, ef ég væri ekki að vinna myndi ég nýta tímann e-ð betur, ég held ekki, nei, ég veit ekki.... ég fer yfir orðin í bókinni en er samt ekki að lesa, ég heyri en er ekki að hlusta ég tala en er samt ekki að segja. ég spái rosalega oft í því hvernig heimurinn væri ef hitt og þetta væri öðruvísi og þess vegna m.a. elska ég Back to the future pælinguna, svona hvað ef ég breyti bara einum hlut-hvað mun breytast? en já, ég hef oft spáð í því hvort að heimurinn væri annar í dag ef karlar og konur skiptu um hlutverk, hvar værum við þá? og svona er hægt að pæla með allt! hvað ef risaeðlurnar hefðu ekki dáið út; hvað ef við myndum bara borða hvort annað þegar e-r deyr; etc...
eina svarið sem ég get fengið við þessum pælingum mínum er að við getum bara breytt deginum í dag og vonað og séð til hvernig hann hafi áhrif á framhaldið. því fylgir samt sem áður að segja það sen naður meinar, er það ekki? samt hafa orð svo ótrúlega lítil áhrif en samt svo mikil.

kannski pæli ég of mikið....bara kannski.

arna kemur heim í fyrramálið vonandi með góða lykt handa mér...ég blastaði damien rice áðan og cryin með areosmith, ég var e-ð lítil í mér eftir ákv encounter of the third kind, to say at least... það er fínt að taka dramtíkina útí söng með ennþá dramatískari lögum....enn eitt meðferðarform sem ég mun geta notað í framtíðinni...

ég fékk magnaða viðskiptahugmynd í dag og gæti þurft að ráðfæra mig við sæta nágrannan sem á leyni kæró um hvort að hún sé framkvæmanleg...keep u posted.

lærdómur með meiru er á dagskrá morgundagsins, afar spennandi það, þjóðó bíður spennt eftir mér þar sem að ég hef varla látið sjá mig þar undanfarinna viku...

seinasta föstudag babblaði ég ítölsku og frönsku við e-n ítalskan food and fun kokk.... io parlerare pocco italiano, mais parlez-vous frainces? sagði ég ever só fáguð án þess þó að æla framan í hann sökum ölvunnar..... virkaði mjög svona veraldarvön verð ég að segja og það er aldrei slæm tilfinninig..reyndar þegar kom að bella ragatzza þá gaf ég önnu merki um að nú væri tími til að ditsja þessa gaura og gera e-ð uppibyggilegra eins og að dilla rassinum á dansgólfinu sem við og gerðum. mig rámar e-ð í að hafa veifað til þeirra og sagt ciao arrivaderci og svo e-ð sem ég bullaði en endaði á -ano....hmmm.....ég sakna ítalíu og þá helst rómar og veróna.....

mér leið eins og ég væri nýkomin úr botox í dag þar sem að húðin mín ákvað að fara sjálf í facelift og ég gat varla brosað því að hún var svo þurr og stíf, frekar spes. sem betur fer var ég bara heima og gat farið og reynt að bjarga málunum með því að missa mig í e-u ofur ávaxtasýrukremi sem er hannað fyrir konur sem eru svo hrukkóttar að þær eru ein stór samfelld felling...eins og í botox gat ég farið að sína sviðbrigði 15 mín seinna.. eitt trivia um botox. það heitir boutolinum toxin og er eitt það hættulegasta eitur í heiminu, ein tsk nægði til að drepa allt mannkynið, þetta veldur algerri lömun í hreyfitaugafrumum (ef ég man rétt) og er mjög fljótt að breiðast um líkamann...getur gerst ef matur er ekki geymdur rétt..... bara svona smá innskot.

ég er farin að geispa......
góða nótt..eða góðan dag
sigga pigga

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mikið ertu dugleg að skrifa, manneskja! Ég rúnta oft á netinu, kíki á nokkur blogg, og aldrei er þitt eitt af þessum bloggum sem eru svo sjaldan uppfærð að maður fær ógeð á fyrirsögninni. Cheers, mate, og sjáumst um helgina!

Nafnlaus sagði...

já, by the way, ég heiti Yrsa :)

eks sagði...

takk fyrir gott blogg og frábært stelpuparty :)